Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fim 03. júlí 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
Icelandair
EM KVK 2025
Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var stress í mannskapnum og það er ekkert óeðlilegt við það," sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland hóf leik á EM í gær er liðið tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik sínum. Það var afar súrt tap en það mátti skynja stress í liðinu í fyrri hálfleiknum.

„Sumar voru að spila sinn fyrsta leik á svona stórmóti. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvers konar umfang og hvað er í kringum einn svona leik. Þetta var opnunarleikur á mótinu. Það tók okkur langan tíma að hrista þetta af okkur en við náðum aðeins að anda í hálfleik. Það var áfall fyrir liðið að missa Glódísi út og það var áfall að vera einum færri. En þá svona fóru axlarböndin af og liðið sýndi sitt sanna sjálf. Einum færri fórum við að gera hlutina af krafti," sagði Ási.

„Þá sáum við í rauninni hvað býr í þessu liði."

Þurfum við ekki að ná þessu stressi úr okkur fyrir leik tvö og taka axlarböndin af okkur í leiðinni?

„Jú, það hefur verið gegnumgangandi þema hjá okkur að sýna hugrekki, óttaleysi og hafa kjark og þor til að gera hlutina sem við erum góð í að gera. Við vitum alveg að þetta er faktor en við vitum að þú verður að sleppa af þér beislinu."

„Við þurfum að hugsa um okkur næstu daga og mæta af krafti," sagði Ási.


Ási, sem hefur verið aðstoðarþjálfari landsliðsins í yfir 100 leiki, átti fimmtugsafmæli daginn fyrir fyrsta leik gegn Finnlandi. Þorsteinn Halldórsson, aðalþjálfari landsliðsins, sagði fyrir leikinn að hann hefði gefið Ása gjöf en vildi ekki gefa það upp hvað það hefði verið. Ási var spurður frekar út í það í viðtalinu í dag.

„Það eru forréttindi að vera hérna með þessum hóp. Sem fótboltaþjálfari er þetta toppurinn á því sem þú kemst í; að komast á stórmót með þessu liði," sagði Ási.

„Ég gat ekki verið með fjölskyldunni minni þannig að þá var ég bara með hinni fjölskyldunni sem er starfsfólkið okkar og liðið. Þau hugsuðu vel um mig þennan dag og þetta var hinn besti dagur."

En hvað fékk hann í gjöf frá Steina?

„Það er bara okkar á milli. Það verður aldrei gefið upp, ég fer með það í gröfina," sagði Ási og brosti.
Athugasemdir
banner
banner