
„Mér leið vel þegar ég kom inn á. Ég er þakklát fyrir traustið," sagði Katla Tryggvadóttir eftir 1-0 tap gegn Finnlandi á Evrópumótinu í kvöld.
Katla, sem varð tvítug fyrir stuttu, spilaði sínar fyrstu mínútur á stórmóti fyrir Ísland í leiknum og var ekki langt frá því að skora.
Katla, sem varð tvítug fyrir stuttu, spilaði sínar fyrstu mínútur á stórmóti fyrir Ísland í leiknum og var ekki langt frá því að skora.
Varstu svekkt að ná ekki að koma boltanum yfir línuna?
„Já, fokking hell maður. Ég hefði viljað setja hann inn. Mér fannst við setja mikla pressu á þær síðustu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekkt eftir þennan leik.
„Ég hef alveg skorað oft úr svona stöðu og mér fannst ég eiga að gera betur."
„Við gefum okkur fram að miðnætti og svo er fullur fókus á næsta leik," sagði Katla. „Við erum bara rétt að byrja."
Athugasemdir