Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 14:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Smára ráðinn íþróttastjóri kvennaliðs Hammarby (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mættur aftur til Hammarby.
Mættur aftur til Hammarby.
Mynd: Hammarby
Mynd: Hammarby
Arnór Smárason, fyrrum leikmaður Hammarby, hefur verið ráðinn íþróttastjóri kvennaliðs sænska félagsins.

„Hammarby er á spennandi vegferð og ég er mjög ánægður að geta tekið þátt og lagt mitt af mörkum," segir Skagamaðurinn í tilkynningu félagsins.

Arnór lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2024 og var í desember ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Val. Hann þurfti að minnka við sig hjá Val innan við þremur mánuðum seinna þegar fjölskyldan flutti til Svíþjóðar.

Hann var einn af nokkrum sem komu til greina í starfið og stóð upp úr eftir að rætt hafði verið við þá sem komu til greina. Hann er mættur aftur til félagsins eftir að hafa verið þar sem leikmaður á árunum 2016 og 2018 - var þá í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum. Hann hefur störf 14. júlí þegar leikmenn snúa aftur eftir sumarfrí.

Hammarby er í öðru sæti deildarinnar eftir tólf umferðir, einungis stigi á eftir toppliði Häcken. Í ágúst fer liðið í forkeppni Meistaradeildarinnar og því nóg framundan.

„Við erum mjög ánægð með að Arnór sé að snúa aftur. Arnór hafði mikil áhrif á Hammarby sem leikmaður; hlýr og umhyggjusamur einstaklingur, á sínum tíma. Þessir eiginleikar eru lykilatriði hjá leiðtogum. Mikil reynsla hans frá leikmannaferlinum mun einnig nýtast vel til að geta lagt sitt af mörkum til umhverfis þar sem leikmönnum okkar gefst tækifæri til að taka stór skref," segir Adrian von Heijne, tæknistjóri Hammarby. „Við erum sannfærð um að Arnór sé rétti maðurinn til að leiða verkefnið okkar inn í spennandi framtíð."

„Það er mjög góð tilfinning að vera kominn aftur. Stelpurnar hafa tekið miklum framförum á undanförnum árum og margt af því sem aðeins var hægt að dreyma um fyrir nokkrum árum er nú orðið að veruleika. Við munum halda áfram á þeirri þróunarferli og ég vonast til að geta lagt mitt af mörkum," segir Arnór
Athugasemdir
banner
banner