Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   fös 04. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Icelandair
EM KVK 2025
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóttir Söndru Maríu er að koma út.
Dóttir Söndru Maríu er að koma út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við leyfðum okkur fyrst og fremst að vera svekktar og sárar um kvöldið eftir leik. Þegar það var kominn nýr dagur í gær ákváðum við að eina leiðin til að halda áfram væri að horfa fram veginn og fókusa á næsta leik," sagði Sandra María Jessen, landsliðskona, við Fótbolta.net í dag.

„Við byrjuðum daginn á að fá mjög peppandi orð frá forsetanum okkar. Svo settumst við saman niður og fórum yfir hvað gekk vel en aðallega yfir það hvað fór úrskeiðis. Við sögðum allt sem lá á hjartanu og vitum hvað við ætlum að gera til að vera gíraðar og tilbúnar í leikinn á sunnudag."

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, heimsótti íslenska liðið í gærmorgun og snæddi með því morgunverð.

„Það var mjög gaman. Auðvitað hefði það verið skemmtilegra eftir sigurleik. En að sama skapi var það mjög gaman og hvetjandi. Hún var í alvöru með mjög góða ræðu fyrir okkur og það var gaman að fá smá gleði. Þegar hún var farin kom fjölskyldan og við nutum. Þessi dagur snerist mikið um að næra sálina og lyfta manni aðeins upp," sagði Sandra.

Hennar fjölskylda er komin út til Sviss að styðja við bakið á henni í baráttunni á EM.

„Foreldrar mínir, bræður og þeirra fjölskyldu hafa verið hérna og voru á fyrsta leiknum. Unnusti minn og barn eru í flugvélinni á leiðinni. Það er rosalega gott að vita að á sunnudag verða allir mínir stuðningsmenn í stúkunni," sagði Sandra.

Stuðningsmenn Íslands voru frábærir á leiknum gegn Finnlandi.

„Stórt hrós á alla Íslendinga sem voru í stúkunni. Þið voruð geggjuð. Það var gaman að horfa upp í stúku og sjá hvað það voru margir að styðja okkur. Ég held að Íslendingar séu bestu stuðningsmenn í heimi. Hvort sem það gengur vel eða illa þá eru allir alltaf jafntilbúnir að peppa mann í stúkunni. Þetta er í alvörunni eitthvað sem skiptir máli. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner