Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fös 04. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Icelandair
EM KVK 2025
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóttir Söndru Maríu er að koma út.
Dóttir Söndru Maríu er að koma út.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við leyfðum okkur fyrst og fremst að vera svekktar og sárar um kvöldið eftir leik. Þegar það var kominn nýr dagur í gær ákváðum við að eina leiðin til að halda áfram væri að horfa fram veginn og fókusa á næsta leik," sagði Sandra María Jessen, landsliðskona, við Fótbolta.net í dag.

„Við byrjuðum daginn á að fá mjög peppandi orð frá forsetanum okkar. Svo settumst við saman niður og fórum yfir hvað gekk vel en aðallega yfir það hvað fór úrskeiðis. Við sögðum allt sem lá á hjartanu og vitum hvað við ætlum að gera til að vera gíraðar og tilbúnar í leikinn á sunnudag."

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, heimsótti íslenska liðið í gærmorgun og snæddi með því morgunverð.

„Það var mjög gaman. Auðvitað hefði það verið skemmtilegra eftir sigurleik. En að sama skapi var það mjög gaman og hvetjandi. Hún var í alvöru með mjög góða ræðu fyrir okkur og það var gaman að fá smá gleði. Þegar hún var farin kom fjölskyldan og við nutum. Þessi dagur snerist mikið um að næra sálina og lyfta manni aðeins upp," sagði Sandra.

Hennar fjölskylda er komin út til Sviss að styðja við bakið á henni í baráttunni á EM.

„Foreldrar mínir, bræður og þeirra fjölskyldu hafa verið hérna og voru á fyrsta leiknum. Unnusti minn og barn eru í flugvélinni á leiðinni. Það er rosalega gott að vita að á sunnudag verða allir mínir stuðningsmenn í stúkunni," sagði Sandra.

Stuðningsmenn Íslands voru frábærir á leiknum gegn Finnlandi.

„Stórt hrós á alla Íslendinga sem voru í stúkunni. Þið voruð geggjuð. Það var gaman að horfa upp í stúku og sjá hvað það voru margir að styðja okkur. Ég held að Íslendingar séu bestu stuðningsmenn í heimi. Hvort sem það gengur vel eða illa þá eru allir alltaf jafntilbúnir að peppa mann í stúkunni. Þetta er í alvörunni eitthvað sem skiptir máli. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner