Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   fim 03. júlí 2025 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Stórsigur hjá Njarðvík - Kærkominn sigur hjá Keflavík
Lengjudeildin
Dominik Radic
Dominik Radic
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir í Lengjudeildinni í kvöld. Keflvíkingar hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið en unnu kærkominn sigur. Njarðvík er komið á toppinn eftir stórsigur í grannaslag.

Keflavík fékk Selfoss í heimsókn en fyrstu tuttugu mínúturnar voru ansi fjörugar. Ari Steinn Guðmundsson kom Keflvíkingum yfir strax í upphafi leiks. Stuttu síðar jafnaði Reynir Freyr Sveinsson metin fyrir Selfyssinga.

Muhamed Alghoul kom Keflvíkingum aftur yfir en stuttu síðar jafnaði Aron Lucas Vokes aftur metin fyrir Selfoss. Það var síðan Frans Elvarsson sem tryggði Keflvíkingum stigin þrjú með marki þegar skammt var til loka leiksins.

Dominik Radic skoraði tvennu í stórsigri Njarðvíkur þegar liðið heimsótti Grindavík.

Hann skoraði annað mark liðsins eftir að Oumar Diouck hafði komið liðinu yfir. Njarðvík var svo komið með fjögurra marka forystu eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.

Radic skoraði svo fimmta mark liðsins eftir klukkutíma leik. Adam Árni Róbertsson klóraði í bakkann fyrir Grindavík stuttu síðar en nær komust þeir ekki.

Eins og fyrr segir er Njarðvík á toppnum með 23 stig, stigi á undan ÍR sem á leik til góða. Grindavík er í 8. sæti með 11 stig. Keflavík hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð fyrir leikinn en liðið fer upp fyrir Völsung í 6. sæti með 15 stig en Selfoss er í 11. sæti með sjö stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Grindavík 1 - 5 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck ('8 )
0-2 Dominik Radic ('12 )
0-3 Valdimar Jóhannsson ('20 )
0-4 Amin Cosic ('22 )
0-5 Dominik Radic ('60 )
1-5 Adam Árni Róbertsson ('63 )
Lestu um leikinn

Keflavík 3 - 2 Selfoss
1-0 Ari Steinn Guðmundsson ('2 )
1-1 Reynir Freyr Sveinsson ('7 )
2-1 Muhamed Alghoul ('15 )
2-2 Aron Lucas Vokes ('18 )
3-2 Frans Elvarsson ('80 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner