Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 13:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp í sorg: Hlýtur að vera einhver stærri tilgangur, en ég sé hann ekki
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, syrgir sinn fyrrum lærisvein í dag. Diogo Jota kvaddi þennan heim seint í gærkvöldi, hann og bróðir hans, Andre Silva, létust i hræðilegu bílslysi á Spáni.

Klopp var stjóri Liverpool þegar félagið keypti Jota og var þjálfarinn hans í fjögur ár á Anfield. Saman unnu þeir enska bikarinn og enska deildabikarinn.

„Ég á erfitt á þessari stundu - það hlýtur að vera einhver stærri tilgangur, en ég sé hann ekki," skrifar Klopp á Instagram.

„Ég er miður mín að heyra af andláti Diogo og bróður hans Andre. Diogo var ekki bara frábær leikmaður, heldur líka frábær vinur, ástríkur og umhyggjusamur eiginmaður og faðir! Við munum sakna þín svo mikið!"

„Allar mínar bænir, hugsanir og styrkur fara til Rute, barnanna, fjölskyldunnar, vina og allra sem elskuðu þau!"

„Hvíl í friði - Ást"

Athugasemdir
banner
banner