La Gazzetta dello Sport, bleika blaðið á Ítalíu, segir að serbneski sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic sé reiðubúinn að sitja á bekknum á komandi tímabili með Juventus og yfirgefa félagið svo á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út á næsta ári.
Juventus hefur verið að reyna að selja Vlahovic í sumar. Hann er launahæsti leikmaður ítölsku A-deildarinnar og laun hans hækka upp í 12 milljónir punda fyrir lokaár samnings síns.
Juventus hefur verið að reyna að selja Vlahovic í sumar. Hann er launahæsti leikmaður ítölsku A-deildarinnar og laun hans hækka upp í 12 milljónir punda fyrir lokaár samnings síns.
Vlahovic verður frjálst að ræða við önnur félög í janúar. Juventus hefur tekið tilboðum frá Tyrklandi og Sádi-Arabíu í Vlahovic í sumar en leikmaðurinn sjálfur hafnað samningstilboðum.
Umboðsmaður Vlahovic og framkvæmdastjóri Juventus ætla að hittast á fundi og reyna að finna lausn. Sjálfur telur leikmaðurinn að best sé fyrir sig sjálfan að fara á frjálsri sölu á næsta ári og Gazzettan segir hann tilbúinn að taka áhættuna á að vera settur út í kuldann hjá Juventus á komandi tímabili.
Vlahovic telji þó að Juventus muni nota sig, þar sem þeir þurfa hvort sem er að halda áfram að borga honum launin.
Athugasemdir