Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Spiluðu risatafl í hótelgarði íslenska liðsins
Icelandair
EM KVK 2025
Gústi B og Bjarni Helga tefla hér í bakgarði á hóteli landsliðsins.
Gústi B og Bjarni Helga tefla hér í bakgarði á hóteli landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjölmiðlamenn fengu að heimsækja hótel landsliðsins í Sviss í dag í annað sinn. Það var talsvert betra veður í dag en í síðustu heimsókn þar sem hellirigndi.

Landsliðið dvelur í gífurlega flottu umhverfi í Gunten sem er nálægt Thun í Sviss.

Stelpurnar okkar eru með hótelið út af fyrir sig og er margt fallegt að sjá í umhverfinu.

Það er líka margt hægt að gera á hótelinu. Í bakgerðinum er meðal annars risa taflborð sem starfsmenn Morgunblaðsins, þeir Bjarni Helgason og Gústi B, nýttu sér í heimsókninni. Bjarni og Gústi hafa teflt mikið í þessari ferð en Bjarni hefur vinninginn til þessa.

Í garðinum er líka borðtennisborð og fleiri leikir. Svo er þarna gufubað og vatn sem hægt er að stökkva í. Stelpurnar eru líka mikið í því að horfa á Love Island saman.

Fjórir leikmenn voru til viðtals í dag en öll viðtölin má skoða hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner