Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Mitoma ætlar að vera áfram hjá Brighton
Mynd: EPA
Japanski vængmaðurinn Kaoru Mitoma hefur tjáð Brighton að hann vilji vera áfram hjá félaginu.

Samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar Brighton að hefja samningaviðræður við Mitoma á næstunni.

Félagið vill verðlauna hann fyrir frábæra frammistöðu og um leið tryggja það að besti leikmaður liðsins haldi kyrru fyrir.

Brighton hafnaði tilboði frá Sádi-Arabíu í janúarglugganum og þá hefur Bayern München sett hann á óskalista sinn til að styrkja vinstri vænginn.

Mitoma, sem er 28 ára gamall, á enn tvö ár eftir af samningnum hjá Brighton, en félagið vill gera lengri samning við hann og gefa honum veglega launahækkun.

„Við reynum að halda bestu leikmönnunum okkar. Mitoma spilaði frábærlega á síðasta tímabili en það er af því við unnum saman sem félag og þá skína einstaklingarnir. Það er mikilvægast af öllu að leikmennirnir reyni að skilja það og það gerði Mitoma á síðasta tímabili,“ sagði Fabian Hürzeler, stjóri Brighton um Mitoma.
Athugasemdir
banner