
Njarðvík heimsótti nágranna sína í Grindavík í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Njarðvík byrjaði leikinn af krafti og var búið að gera út um hann á fyrstu tuttugu mínútum.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 5 Njarðvík
„Frábær sigur og við komum gríðarlega sterkir inn í leikinn" sagði Tómas Bjarki Jónsson fyrirliði Njarðvíkinga í kvöld.
„Við kæfðum þá bara fyrstu tuttugu mínúturnar og vorum komnir í 4-0 og ég er bara rosalega stoltur af liðinu og ánægður með þetta"
Njarðvíkingar léku á alls oddi í upphafi leiks og voru búnir að skora fjögur mörk þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og enn sjötíu mínútu eftir.
„Þetta er alveg kúnst og mér fannst við leysa þetta mjög vel. Við misstum aðeins dampinn kannski eftir 4-0 og fórum að taka of margar snertingar og menn að reyna of mikið sjálfir"
„Við vorum ekki sáttir með það og reyndum að laga það í hálfleik og gerðum það bara vel"
Njarðvíkingar eru búnir að sækja fleiri stig núna fyrri hluta móts en á sama tíma í fyrra. Seinni hluti síðasta móts var ekki góð hjá Njarðvík en hvernig horfir framhaldið við í ár?
„Við erum núna kannski eins og við höfum talað um, við erum núna samstilltari hópurinn núna og við höfum 100% lært af hlutunum í fyrra, allavega ég persónulega og ég veit að það er það sama hjá hópnum"
„Við ætlum að koma ennþá gíraðari í seinni hlutann og klára þetta vel"
Nánar er rætt við Tómas Bjarka Jónsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
2. ÍR | 10 | 6 | 4 | 0 | 18 - 5 | +13 | 22 |
3. HK | 10 | 5 | 3 | 2 | 19 - 11 | +8 | 18 |
4. Þróttur R. | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 - 18 | +2 | 18 |
5. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
6. Keflavík | 10 | 4 | 3 | 3 | 19 - 14 | +5 | 15 |
7. Völsungur | 10 | 4 | 1 | 5 | 16 - 23 | -7 | 13 |
8. Grindavík | 10 | 3 | 2 | 5 | 24 - 30 | -6 | 11 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 4 | 4 | 14 - 15 | -1 | 10 |
10. Leiknir R. | 10 | 2 | 3 | 5 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Selfoss | 11 | 2 | 1 | 8 | 10 - 24 | -14 | 7 |
12. Fjölnir | 10 | 1 | 3 | 6 | 11 - 24 | -13 | 6 |