Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 03. júlí 2025 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Lengjudeildin
Tómas Bjarki Jónsson fyrirliði Njarðvíkinga í kvöld
Tómas Bjarki Jónsson fyrirliði Njarðvíkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsótti nágranna sína í Grindavík í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvík byrjaði leikinn af krafti og var búið að gera út um hann á fyrstu tuttugu mínútum.


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  5 Njarðvík

„Frábær sigur og við komum gríðarlega sterkir inn í leikinn" sagði Tómas Bjarki Jónsson fyrirliði Njarðvíkinga í kvöld.

„Við kæfðum þá bara fyrstu tuttugu mínúturnar og vorum komnir í 4-0 og ég er bara rosalega stoltur af liðinu og ánægður með þetta" 

Njarðvíkingar léku á alls oddi í upphafi leiks og voru búnir að skora fjögur mörk þegar rúmlega tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum og enn sjötíu mínútu eftir. 

„Þetta er alveg kúnst og mér fannst við leysa þetta mjög vel. Við misstum aðeins dampinn kannski eftir 4-0 og fórum að taka of margar snertingar og menn að reyna of mikið sjálfir" 

„Við vorum ekki sáttir með það og reyndum að laga það í hálfleik og gerðum það bara vel" 

Njarðvíkingar eru búnir að sækja fleiri stig núna fyrri hluta móts en á sama tíma í fyrra. Seinni hluti síðasta móts var ekki góð hjá Njarðvík en hvernig horfir framhaldið við í ár? 

„Við erum núna kannski eins og við höfum talað um,  við erum núna samstilltari hópurinn núna og við höfum 100% lært af hlutunum í fyrra, allavega ég persónulega og ég veit að það er það sama hjá hópnum" 

„Við ætlum að koma ennþá gíraðari í seinni hlutann og klára þetta vel" 

Nánar er rætt við Tómas Bjarka Jónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner