Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabregas að kaupa kantmann frá Celtic
Mynd: EPA
Ítalska félagið Como, þar sem Cesc Fabregas er aðalþjálfari, hefur náð samkomulagi við Celtic um kaup á vængmanninnum Nicolas Kühn.

Kaupverðið verður um 16,5 milljónir punda sem getur hækkað með árangurstengdum gjöldum.

Kühn, sem er 25 ára, er búinn að ná samkomulagi um langtímasamning við Como.

Hann er Þjóðverji sem Celtic fékk frá Rapid Vín í janúar 2024. Í 69 leikjum í öllum keppnum hefur Kühn skorað 24 mörk fyrir Celtic. Hann vann skosku deildina í tvigang með Celtic, bikarinn einu sinni og deildabikarinn einu sinni.

Como endaði í 10. sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Hjá félaginu eru m.a. Dele Alli, Sergi Roberto og Patrick Cutrone.
Athugasemdir
banner
banner