Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   fim 03. júlí 2025 22:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Geggjað að koma í Bogann, ógeðslega heitt hérna inni og ömurlegt en geggjað að sigra," sagði Jakob Gunnar Sigurðsson, leikmaður Þróttar, eftir magnaðan endurkomusigur liðsins gegn Þór í kvöld.

Jakob Gunnar kom inn á sem varamaður og jafnaði metin undir lokin. Hann fékk einföld skilaboð frá Sigurvin Ólafssyni, þjálfara Þróttar, áður en hann kom inn á.

„Bara koma inn á og skora, gera þetta að leik. Ég náði því og við unnum," sagði Jakob Gunnar.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Þróttur R.

„Binni (Brynjar Gautur Harðarson) er ógeðslega góður í fótbolta. Hann fer framhjá einhverjum þremur og kemur með boltann þá er lítið annað hægt að gera en að skora eftir þessa stoðsendingu," sagði Jakob Gunnar um markið sitt.

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal tryggði Þrótturum síðan sigurinn með skoti fyrir utan teiginn.

„Ég er ofan í þessu. Ég sé hann skjóta, einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð en djöfulll söng hann í netinu, beint í skeytin, þetta var ótrúlega fallegt," sagði Jakob Gunnar.

Þróttur fór upp fyrir Þór í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri.

„Þeir voru fyrir ofan okkur. Þetta var svolítið 'do or die' fyrir okkur. Ef við myndum tapa þá væri þetta erfitt fyrir okkur. Þá væru þessi lið komin svolítið langt á undan."
Athugasemdir
banner