Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
   fös 04. júlí 2025 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding var mættur í treyju númer 23 á stuðningsmannasvæði Íslands.
Rob Holding var mættur í treyju númer 23 á stuðningsmannasvæði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það hefur gengið bara ágætlega. Við fengum frítíma í gær sem hjálpaði flestum, starfsfólkinu líka. Við reyndum að koma þessu tapi úr okkar og ég held að við séum öll orðin fersk og tilbúin í að skilja við þann leik," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona Íslands, þegar hún ræddi við Fótbolta.net við hótel landsliðsins í dag.

Það eru núna tveir dagar liðnir frá því að landsliðið tapaði 1-0 í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu gegn Finnlandi en næsti leikur gegn Sviss er á sunnudaginn.

Ertu vongóð um að við náum að taka sigur þar?

„Já, 100%. Við þekkjum þær vel og þær þekkja okkur vel. Mér finnst við hafa verið betri aðilinn í síðustu leikjum á móti þeim. Ég held að við séum alveg tilbúnar í þann leik. Við tökum á móti nýjum upplýsingum sem við fáum. Við ætlum að mæta brjálaðar í leikinn og vinna hann," segir Sveindís.

Ísland var í riðli með Sviss í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og enduðu báðir leikir liðanna með jafntefli, fyrst 0-0 í Sviss og svo 3-3 á Þróttaravelli í Laugardal.

Geggjað að fá þennan tíma með fjölskyldunni
Stelpurnar hafa núna verið í Sviss í tæpa viku en í gær fengu þær tíma til að hitta fjölskyldu og vini. Áttu þær margar hverjar góða kvöldstund í Thun sem er næsti bær við Thun.

„Það var geggjað. Við fengum líka að sýna þeim þessa aðstöðu sem við erum með hér. Það var gott að komast aðeins í burtu. Það er mikilvægt fyrir okkur. Það var geggjað að fá þennan tíma með fjölskyldunni og skoða bæinn hérna. Þetta er ótrúlega fallegt svæði," sagði Sveindís.

Kærasti hennar, fótboltamaðurinn Rob Holding, er mættur út til Sviss og var viðstaddur fyrsta leikinn gegn Finnlandi. Fyrir leik var hann á stuðningsmannasvæði Íslands í landsliðstreyju sem var merkt Sveindísi. Hann verður líka á leik númer tvö gegn Sviss.

„Hann kom 'all in' í þetta. Pabbi hans kom með líka og þeir voru báðir í íslenskri landsliðstreyju. Ég veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum. Það var gaman að sjá þá í stúkunni. Mamma og pabbi líka, systir mín og kærastinn hennar. Maður fær stuðning alls staðar frá og það er ógeðslega gaman. Ég er spennt fyrir næsta leik og vonandi fær maður að heyra í þeim eftir leikinn," sagði Sveindís.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Sveindís ræðir meðal annars líka um næstu tvo leiki..
Athugasemdir