Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 04. júlí 2025 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding var mættur í treyju númer 23 á stuðningsmannasvæði Íslands.
Rob Holding var mættur í treyju númer 23 á stuðningsmannasvæði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það hefur gengið bara ágætlega. Við fengum frítíma í gær sem hjálpaði flestum, starfsfólkinu líka. Við reyndum að koma þessu tapi úr okkar og ég held að við séum öll orðin fersk og tilbúin í að skilja við þann leik," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona Íslands, þegar hún ræddi við Fótbolta.net við hótel landsliðsins í dag.

Það eru núna tveir dagar liðnir frá því að landsliðið tapaði 1-0 í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu gegn Finnlandi en næsti leikur gegn Sviss er á sunnudaginn.

Ertu vongóð um að við náum að taka sigur þar?

„Já, 100%. Við þekkjum þær vel og þær þekkja okkur vel. Mér finnst við hafa verið betri aðilinn í síðustu leikjum á móti þeim. Ég held að við séum alveg tilbúnar í þann leik. Við tökum á móti nýjum upplýsingum sem við fáum. Við ætlum að mæta brjálaðar í leikinn og vinna hann," segir Sveindís.

Ísland var í riðli með Sviss í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og enduðu báðir leikir liðanna með jafntefli, fyrst 0-0 í Sviss og svo 3-3 á Þróttaravelli í Laugardal.

Geggjað að fá þennan tíma með fjölskyldunni
Stelpurnar hafa núna verið í Sviss í tæpa viku en í gær fengu þær tíma til að hitta fjölskyldu og vini. Áttu þær margar hverjar góða kvöldstund í Thun sem er næsti bær við Thun.

„Það var geggjað. Við fengum líka að sýna þeim þessa aðstöðu sem við erum með hér. Það var gott að komast aðeins í burtu. Það er mikilvægt fyrir okkur. Það var geggjað að fá þennan tíma með fjölskyldunni og skoða bæinn hérna. Þetta er ótrúlega fallegt svæði," sagði Sveindís.

Kærasti hennar, fótboltamaðurinn Rob Holding, er mættur út til Sviss og var viðstaddur fyrsta leikinn gegn Finnlandi. Fyrir leik var hann á stuðningsmannasvæði Íslands í landsliðstreyju sem var merkt Sveindísi. Hann verður líka á leik númer tvö gegn Sviss.

„Hann kom 'all in' í þetta. Pabbi hans kom með líka og þeir voru báðir í íslenskri landsliðstreyju. Ég veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum. Það var gaman að sjá þá í stúkunni. Mamma og pabbi líka, systir mín og kærastinn hennar. Maður fær stuðning alls staðar frá og það er ógeðslega gaman. Ég er spennt fyrir næsta leik og vonandi fær maður að heyra í þeim eftir leikinn," sagði Sveindís.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Sveindís ræðir meðal annars líka um næstu tvo leiki..
Athugasemdir
banner