Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
   fös 04. júlí 2025 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Icelandair
EM KVK 2025
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding var mættur í treyju númer 23 á stuðningsmannasvæði Íslands.
Rob Holding var mættur í treyju númer 23 á stuðningsmannasvæði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það hefur gengið bara ágætlega. Við fengum frítíma í gær sem hjálpaði flestum, starfsfólkinu líka. Við reyndum að koma þessu tapi úr okkar og ég held að við séum öll orðin fersk og tilbúin í að skilja við þann leik," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona Íslands, þegar hún ræddi við Fótbolta.net við hótel landsliðsins í dag.

Það eru núna tveir dagar liðnir frá því að landsliðið tapaði 1-0 í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu gegn Finnlandi en næsti leikur gegn Sviss er á sunnudaginn.

Ertu vongóð um að við náum að taka sigur þar?

„Já, 100%. Við þekkjum þær vel og þær þekkja okkur vel. Mér finnst við hafa verið betri aðilinn í síðustu leikjum á móti þeim. Ég held að við séum alveg tilbúnar í þann leik. Við tökum á móti nýjum upplýsingum sem við fáum. Við ætlum að mæta brjálaðar í leikinn og vinna hann," segir Sveindís.

Ísland var í riðli með Sviss í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og enduðu báðir leikir liðanna með jafntefli, fyrst 0-0 í Sviss og svo 3-3 á Þróttaravelli í Laugardal.

Geggjað að fá þennan tíma með fjölskyldunni
Stelpurnar hafa núna verið í Sviss í tæpa viku en í gær fengu þær tíma til að hitta fjölskyldu og vini. Áttu þær margar hverjar góða kvöldstund í Thun sem er næsti bær við Thun.

„Það var geggjað. Við fengum líka að sýna þeim þessa aðstöðu sem við erum með hér. Það var gott að komast aðeins í burtu. Það er mikilvægt fyrir okkur. Það var geggjað að fá þennan tíma með fjölskyldunni og skoða bæinn hérna. Þetta er ótrúlega fallegt svæði," sagði Sveindís.

Kærasti hennar, fótboltamaðurinn Rob Holding, er mættur út til Sviss og var viðstaddur fyrsta leikinn gegn Finnlandi. Fyrir leik var hann á stuðningsmannasvæði Íslands í landsliðstreyju sem var merkt Sveindísi. Hann verður líka á leik númer tvö gegn Sviss.

„Hann kom 'all in' í þetta. Pabbi hans kom með líka og þeir voru báðir í íslenskri landsliðstreyju. Ég veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum. Það var gaman að sjá þá í stúkunni. Mamma og pabbi líka, systir mín og kærastinn hennar. Maður fær stuðning alls staðar frá og það er ógeðslega gaman. Ég er spennt fyrir næsta leik og vonandi fær maður að heyra í þeim eftir leikinn," sagði Sveindís.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem Sveindís ræðir meðal annars líka um næstu tvo leiki..
Athugasemdir
banner
banner