Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 14:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Antoni Milambo fyrstu kaup nýs stjóra Brentford (Staðfest)
Mynd: Brentford
Keith Andrews, sem var sérfræðingur í föstum leikatriðum hjá Brentford, var á dögunum ráðinn stjóri liðsins eftir að Thomas Frank hélt til Tottenham. Brentford tilkynnti í dag um fyrstu kaup félagsins eftir ráðninguna á Andrews.

Antoni Milambo er mættur til Brentford, hann er keyptur frá hollenska félaginu Feyenoord.

Hollendingurinn er tvítugur og skrifar undir fimm ára samning hjá Brentford sem á möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

Brentford greiðir 18 milljónir evra fyrir Milambo og getur kaupverðið hækkað um fjórar milljónir evra til viðbótar.

Hann skoraði fjögur mörk í 40 leikjum í hollensku úrvalsdeildinni. Það er ekki horft á hann sem arftaka fyrir Christian Nörgaard sem er á leið til Arsenal, heldur leikmann sem smellpassar inn hjá félaginu og hefur verið á blaði í talsverðan tíma - sóknarsinnuð átta.
Athugasemdir
banner
banner