Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 03. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Icelandair
EM KVK 2025
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Cecilía stóð sig vel í fyrsta leiknum á EM í gær.
Mynd: EPA
Ólafur Pétursson, markvarðarþjálfari kvennalandsliðsins, er núna á sínu þriðja stórmóti með liðinu. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Sviss í dag.

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir sem þjálfari, að komast á svona stórt svið. Það er alltaf að stækka líka. Umgjörðin er frábær, við erum með frábært starfsfólk og ég er með frábært markvarðarteymi með mér. Fjölskyldan er líka á leiðinni út. Þetta er æðislegt," sagði Óli við Fótbolta.net í dag.

Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik í gær. Það voru svekkjandi úrslit.

„Nú er það bara búið. Næsti leikur er við Sviss. Við undirbúum hann vel og ætlum að taka þrjú stig þar."

Mikil viðurkenning
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einn mest spennandi markvörður í heimi. Hún lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær og getur svo sannarlega gengið stolt frá borði. Hún var besti leikmaður Íslands í leiknum.

„Hún var mjög öflug og vel undirbúin. Hún fær frábæran stuðning frá Fanneyju og Telmu, en þær gætu allar spilað á mótinu. Við hjálpumst mikið að og undirbúum okkur vel. Hún er róleg og yfirveguð og náttúrulega frábær markvörður."

Cecilía hefur verið að taka frábær skref á sínum ferli eftir að hún sneri til baka úr meiðslum. Hún var markvörður ársins á Ítalíu á síðustu leiktíð og gerði Inter hana svo að næst dýrasta markverði sögunnar á dögunum.

„Það er jákvætt fyrir okkur að hún sé að spila og sé valin besti markvörðurinn á Ítalíu á síðasta tímabili. Vonandi er bara áframhald á því. Inter voru það ánægðir með hana að þeir vildu kaupa hana sem er bara geggjað."

„Þetta er frábært skref fyrir hana og viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta," sagði Óli.
Athugasemdir
banner