Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
banner
   fös 04. júlí 2025 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Ólöf Freyja allt í öllu gegn Mosfellingum
Kvenaboltinn
Mynd: Mummi Lú
KR 3 - 0 Afturelding
1-0 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
2-0 Katla Guðmundsdóttir
3-0 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir

KR tók á móti Aftureldingu í seinni leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og var staðan markalaus eftir fyrri hálfleik.

Heimakonur í liði KR tóku völdin á vellinum í síðari hálfleik og komust í forystu með marki beint úr hornspyrnu. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir tók hornspyrnuna sem hafði líklega viðkomu í varnarmanni áður en boltinn endaði í netinu.

Katla Guðmundsdóttir skoraði annað mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Ólöfu Freyju, sem skoraði svo þriðja markið sjálf af vítapunktinum eftir að dæmd hafði verið hendi innan vítateigs í kjölfar hornspyrnu.

Lokatölur 3-0 fyrir KR þar sem Ólöf Freyja skoraði tvö og lagði eitt upp. KR er í fimmta sæti deildarinnar, með 16 stig eftir 9 umferðir.

Afturelding er áfram á botninum með 3 stig.
Athugasemdir
banner