Chelsea hefur náð samkomulagi við Dortmund um kaupverð á enska vængmanninum Jamie Gittens.
Kaupverðið er um 55 milljónir punda. Hann mun skrifa undir sjö ára samning.
Kaupverðið er um 55 milljónir punda. Hann mun skrifa undir sjö ára samning.
Gittens er tvítugur en hann gekk ungur að árum til Dortmund frá Man City. Hann lék 107 leiki fyrir þýska liðið og skoraði 17 mörk.
Hann verður ekki með Chelsea á HM félagsliða þar sem hann hefur þegar spilað með Dortmund.
Það hefur verið nóg að gera hjá Chelsea á markaðnum í sumar en liðið hefur fengið Liam Delap frá Ipswich, Estevao Willian frá Palmeiras, Dario Essugo frá Sporting og Mamadou Sarr frá Strasbourg og Joao Pedro frá Brighton.
Athugasemdir