Afturelding og Breiðablik mætast í fyrsta leik 14. umferðar Bestu deildarinnar í kvöld. Breiðablik getur jafnað topplið Víkings að stigum en Afturelding getur jafnað Stjörnuna að stigum í 4. sæti.
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 2 Breiðablik
Það er ein breyting á liði Aftureldingar sem tapaði 2-1 gegn Víkingi í síðustu umferð. Oliver Sigurjónsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, er á bekknum en inn í hans stað kemur Enes Þór Enesson Cogic. Hann er því í byrjunarliðinu með bróður sínum Elmar Kári Enesson Cogic.
Tobias Thomsen snýr aftur úr leikbanni hjá Breiðabliki og kemur inn í liðið fyrir Anton Loga Lúðvíksson sem er ekki í hópnum en hann tekur út leikbann gegn sínum gömlu félögum.
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke
27. Enes Þór Enesson Cogic
77. Hrannar Snær Magnússon
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
8. Viktor Karl Einarsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 13 | 9 | 2 | 2 | 26 - 14 | +12 | 29 |
2. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
3. Valur | 13 | 7 | 3 | 3 | 35 - 19 | +16 | 24 |
4. Stjarnan | 13 | 6 | 2 | 5 | 24 - 24 | 0 | 20 |
5. Fram | 13 | 6 | 1 | 6 | 21 - 18 | +3 | 19 |
6. Vestri | 13 | 6 | 1 | 6 | 13 - 11 | +2 | 19 |
7. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
8. KR | 13 | 4 | 4 | 5 | 34 - 34 | 0 | 16 |
9. FH | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 19 | 0 | 14 |
10. ÍBV | 13 | 4 | 2 | 7 | 13 - 21 | -8 | 14 |
11. KA | 13 | 3 | 3 | 7 | 12 - 25 | -13 | 12 |
12. ÍA | 13 | 4 | 0 | 9 | 15 - 31 | -16 | 12 |
Athugasemdir