Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Viðræðum um Sancho miðar ágætlega áfram
Mynd: EPA
Viðræðum milli Juventus og Manchester United um enska vængmanninn Jadon Sancho miðar ágætlega áfram samkvæmt breska miðlinum Sky Sports.

Juventus og Man Utd hafa síðustu daga rætt um Sancho sem er falur fyrir 25 milljónir punda.

Sancho, sem eyddi síðasta tímabili á láni hjá Chelsea, sneri aftur til United um mánaðamótin.

Sky Sports segir viðræðurnar milli Juventus og United jákvæðar, en að ekkert samkomulag sé í höfn, hvorki við félagið né leikmanninn.

United vill helst af öllu selja Sancho í sumar en himinháar tekjur hans hafa fælt mörg félög í burtu og því ekki útilokað að hann verði lánaður.

Juventus er í leit að vængmanni þar sem félagið náði ekki samkomulagi við Porto um kaup á portúgalska leikmanninum Francisco Conceicao.
Athugasemdir
banner