Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fim 03. júlí 2025 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Icelandair
EM KVK 2025
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunný að störfum.
Gunný að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fór á tvö stórmót sem leikmaður landsliðsins en er núna mætt til Sviss í öðru hlutverki. Hún er núna styrktarþjálfari stelpnanna okkar.

„Já, þetta er aðeins öðruvísi þar sem ég er komin í þjálfarahlutverkið," sagði Gunnhildur Yrsa við Fótbolta.net í dag.

Hún kann vel við sig í þessu hlutverki og segir þetta ákveðið draumastarf.

„Ég elska þetta og nýt mín rosalega vel í þessu hlutverki. Ég hef ótrúlega gaman að því. Maður lærir mikið af stelpunum og þjálfarateyminu. Þetta er í fyrsta sinn þar sem ég er svona þjálfari á háu stigi. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Þetta er mjög gaman og krefjandi verkefni."

Gunnhildur spilaði með nokkrum af þeim stelpunum sem eru í liðinu núna.

„Ég gæti ekki beðið um betra umhverfi. Þær hafa tekið ótrúlega vel á móti mér. Ég er mjög þakklát að hafa fengið þetta tækifæri og nýt mín í botn."

Gunnhildur eignaðist nýverið barn með eiginkonu sinni, Erin McLeod, en þau fylgja Gunnhildi á mótinu.

„Hann Baldvin Leó fékk að fljóta með. Hann er enn á brjósti, bara átta mánaða. Ef ég átti að vera hérna, þá þurfti ég að taka hann með. Stelpurnar og starfsfólkið er ótrúlega stuðningsríkt að hann sé hérna," sagði Gunnhildur. „Hann er algjör ljúflingur og það er mjög gott að hafa hann á hótelinu."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner