
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fór á tvö stórmót sem leikmaður landsliðsins en er núna mætt til Sviss í öðru hlutverki. Hún er núna styrktarþjálfari stelpnanna okkar.
„Já, þetta er aðeins öðruvísi þar sem ég er komin í þjálfarahlutverkið," sagði Gunnhildur Yrsa við Fótbolta.net í dag.
„Já, þetta er aðeins öðruvísi þar sem ég er komin í þjálfarahlutverkið," sagði Gunnhildur Yrsa við Fótbolta.net í dag.
Hún kann vel við sig í þessu hlutverki og segir þetta ákveðið draumastarf.
„Ég elska þetta og nýt mín rosalega vel í þessu hlutverki. Ég hef ótrúlega gaman að því. Maður lærir mikið af stelpunum og þjálfarateyminu. Þetta er í fyrsta sinn þar sem ég er svona þjálfari á háu stigi. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Þetta er mjög gaman og krefjandi verkefni."
Gunnhildur spilaði með nokkrum af þeim stelpunum sem eru í liðinu núna.
„Ég gæti ekki beðið um betra umhverfi. Þær hafa tekið ótrúlega vel á móti mér. Ég er mjög þakklát að hafa fengið þetta tækifæri og nýt mín í botn."
Gunnhildur eignaðist nýverið barn með eiginkonu sinni, Erin McLeod, en þau fylgja Gunnhildi á mótinu.
„Hann Baldvin Leó fékk að fljóta með. Hann er enn á brjósti, bara átta mánaða. Ef ég átti að vera hérna, þá þurfti ég að taka hann með. Stelpurnar og starfsfólkið er ótrúlega stuðningsríkt að hann sé hérna," sagði Gunnhildur. „Hann er algjör ljúflingur og það er mjög gott að hafa hann á hótelinu."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir