Trent Alexander-Arnold er byrjaður að stimpla sig inn hjá Real Madrid, lagði upp mikilvægt mark á dögunum og Thibaut Courtois, markmaður Real, er þegar byrjaður að „kvarta" yfir Trent á æfingum.
„Ég held að hann hefði getað verið kominn með nokkrar stoðsendingar í þessum fjórum leikjum. Hans næst síðasta sending fyrir mark gegn Pachuca var líka mjög góð."
„Ég held að hann hefði getað verið kominn með nokkrar stoðsendingar í þessum fjórum leikjum. Hans næst síðasta sending fyrir mark gegn Pachuca var líka mjög góð."
„Hann er hræðilegur (fyrir mig) á æfingum, hvernig hann sparkar í boltann er stórkostlegt. Aukaspyrnur og hornspyrnur eru af einhverju öðru gæðastigi."
„Ég held ég hafi ekki séð neinn með þessi gæði í spyrnum sínum og fyrirgjöfum, svo fyrir mig sem markmann er þetta stundum martröð."
„Spyrnurnar halda manni alveg á tánum og lætur mann leggja enn harðar að sér til að reyna að verja sem gerir mig og hann betri," segir belgíski markmaðurinn.
Real mætir Dortmund í 8-liða úrslitum HM félagsliða á laugardagskvöld.
Athugasemdir