Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Alex óheppinn og verður frá næstu vikurnar
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rúnar Alex Rúnarsson brákaði bein í hönd á dögunum og verður frá næstu 3-4 vikurnar að sögn þjálfarans Jacob Neestrup sem er aðalþjálfari dönsku meistaranna í FC Kaupmannahöfn, félagsins sem Rúnar Alex er hjá.

Rúnar Alex er einn einn af nokkrum markmönnum FCK, kom við sögu í einum leik á síðasta tímabili en var svo í hlutverki varamarkmannsins.

Nathan Trott, Theo Sander og Oscar Buur eru einnig í leikmannahópi FCK.

Rúnar Alex, sem er þrítugur, kom til FCK í vetrarglugganum 2024 og skrifaði undir samning við FCK sem gildir til 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner