Demarai Gray er genginn til liðs við Birmingham frá sádi-arabíska liðinu Al-Ettifaq en hann skrifar undir þriggja ára samning.
Gray er 29 ára og er kominn aftur á heimaslóðir. Hann hóf ferilinn hjá liðinu þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið árið 2013.
Gray er 29 ára og er kominn aftur á heimaslóðir. Hann hóf ferilinn hjá liðinu þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið árið 2013.
Þaðan fór hann til Leicester árið 2016 og hann hefur einnig leikið með Leverkusen, Everton og nú síðast Al-Ettifaq.
Gray verður liðsfélagi íslensku landsliðsmannana WIllum Þórs Þórssonar og Alfons Sampsted. Birmingham spilar í Championship deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið C-deildina með þónokkrum yfirburðum.
Athugasemdir