Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 03. júlí 2025 23:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór tapaði gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld. Þór komst yfir en Þróttur skoraði tvö mörk undir lokin og fór með sigur af hólmi. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Þróttur R.

„Ég met þetta þannig að við eigum að vera 5-0 yfir þegar þeir jafna leikinn. Mér fannst við mjög góðir í fyrri hálfleik, fáum sénsa til að vera tvö til þrjú núll yfir. Byrjum seinni hálfleikinn vel og eigum að vera löngu búnir að klára þennan leik," sagði Siggi.

„Ég held að þeir fái eitt færi í öllum leiknum og svo skot fyrir utan teig í skeytin. Það er pínu sagan okkar að það er skorað úr ótrúlegustu stöðum. Við erum ekki að fara fyrir skot á teignum og hann endar í samskeytunum. Lítið sem Aron getur gert í því."

„Að við skulum ekki stoppa fyrra markið og seinna markið að koma okkur ekki fyrir er óþolandi. Eins og við vorum búnir að vera góðir, mér fannst við svo sannarlega eiga að vinna þennan leik," sagði Siggi.

Þór hefur aðeins nælt í átta af 17 stigum mögulegum á heimavelli í sumar.

„Mér fannst við drullu góðir í dag og þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli það er."

Siggi er sáttur með byrjun liðsins á mótinu. Næsti leikur er ekki fyrr en 12. júlí þegar Leiknir kemur í heimsókn.

„17 stig eftir fyrri umferð, við vildum labba inn í fríið með tuttugu. Þetta er galopið og fílingurinn er að við séum á mjög góðum stað. Það er fín pása sem við fáum núna svo menn fái að anda aðeins. Það er búið að vera mikið meiðslavesen á okkur þannig við hlöðum batteríin núna og komum vonandi mjög sprækir eftir frí og keyrum á þetta. Við erum klárlega með lið sem á að berjast um þetta,"
Athugasemdir
banner