Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 08:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Völdu íslensku treyjuna þá verstu á EM
Icelandair
EM KVK 2025
Ingibjörg Sigurðardóttir í treyjunni sem Ísland spilar í á EM.
Ingibjörg Sigurðardóttir í treyjunni sem Ísland spilar í á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérfræðingar The Athletic, sem er einn stærsti fjölmiðill heims, völdu íslensku landsliðstreyjuna þá ljótustu á EM kvenna í ár.

Þeir röðuðu treyjunum frá 1-16 og var íslenska treyjan þar í neðsta sæti.

Í umsögn miðilsins segir: „Framleiðandinn Puma segir okkur að þetta sé 'sköpun sem fagnar stolti og ástríðu íslenska fótboltans. Þessi treyja endurspeglar anda landsliðsins og veitir leikmönnum og aðdáendum það útlit og þá frammistöðu á vellinum'."

„Þetta hljómar eins og frábær treyja, svo það er synd að þær séu að klæðast þessari á mótinu."

England er í næst neðsta sæti en Finnland, sem Ísland tapaði fyrir í fyrsta leik á EM, er í þriðja sætinu. Besta treyjan á mótinu samkvæmt The Athletic er þýska treyjan.
Athugasemdir
banner