
Hildur Antonsdóttir átti erfiðan dag á skrifstofunni þegar Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í fyrsta leik á Evrópumótinu. Hildur fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt eftir um klukkutíma leik.
Það var högg fyrir íslenska liðið að missa Hildi út af.
„Það er mjög vont að missa leikmann út af, leikmenn eins og Hildi sem gefur alltaf 150 prósent," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leikinn í kvöld.
„Við þurfum að gefa henni knús í kvöld."
Karólína sagði að augnablikið þegar Hildur fékk sitt annað gula spjald hafi verið skrítið.
„Mér fannst ég stíga á hana frekar en hún. Ég hefði alltaf tekið þetta gula spjald á mig. Ég var eiginlega í smá sjokki að hún var rekin út af. Ég hef svo sem ekki séð þetta aftur," sagði Karólína jafnframt.
Athugasemdir