Jóhann Berg Guðmundsson hefur fundið sér nýtt félag í Mið-Austurlöndunum en hann er mættur til Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Landsliðsmaðurinn kemur til félagsins frá Al Orobah í Sádi-Arabíu þar sem hann hefur spilað síðasta árið eftir að hafa eytt tíu árum á Englandi hjá Burnley og Charlton.
Jóhann, sem er 34 ára gamall, kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans rann út í Sádi-Arabíu.
Það tók hann ekki langan tíma að finna sér nýtt félag en hann er mættur til Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Al Dhafra vann B-deildina á nýafstöðnu tímabili og spilar því í efstu deild á komandi leiktíð.
„Hlakka til að takast á við nýjar áskoranir í úrvalsdeildinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum,“ skrifaði Jóhann Berg við færsluna hjá Al Dhafra.
???????? ?????? ??????...
— ???? ?????? ??????? (@aldhafraclub_ae) July 2, 2025
???? ?????? ???? ????? ????? ????? ??????? ????? ???? ????????? ????? ?? ???? ??????? ??????? ?? ???? ?????? ??. pic.twitter.com/7yIZd9sJMK
Athugasemdir