Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fim 03. júlí 2025 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík heimsótti nágranna sína í Grindavík í kvöld þegar ellefta umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvík byrjaði leikinn af krafti og var búið að gera út um hann á fyrstu tuttugu mínútum.


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  5 Njarðvík

„Við spiluðum frábærlega hérna í dag fannst mér" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld.

„Mættum hrikalega vel til leiks og skorum fjögur mörk á tuttugu mínútum og sýndum það bara strax að við ætluðum að koma hérna og halda áfram þessari vegferð sem að við erum á. Þegar þessi lest er farin af stað þá er helvíti erfitt að stoppa hana" 

Njarðvíkingar gengu frá leiknum strax í byrjun með fjórum mörkum en hvernig var tilfiningin á hliðarlínunni?

„Ekki það að maður sé eitthvað óþakklátur en það er drullu erfitt að vera komin allt í einu 4-0 yfir í byrjun og það er hellingur af mínútum eftir" 

„Mér fannst við aðeins detta niður eftir fjórða markið og ætluðum að fara í eitthvað 'cruise control' og á móti liði með þessa hættulegu sóknarmenn þá ertu bara að bjóða þeim heim í dans" 

„Ég er gríðarlega ósáttur að fá þetta mark á okkur. Það er gjörsamlega óþolandi að við þurfum alltaf að fá eitt mark á okkur. Ég hefði viljað fá 'clean sheet' hérna því það var svo sem ekkert að gerast hjá þeim" 

Njarðvíkingar eru búnir að sækja fleiri stig núna fyrri hluta móts en á sama tíma í fyrra. Seinni hluti síðasta móts var ekki góð hjá Njarðvík en hvernig horfir framhaldið við í ár? 

„Mjög vel, bara virkilega. Ég held að við allir gerum okkur grein fyrir því hvernig þetta var í fyrra og hvað þarf að gera núna og á hvaða stað við erum núna" 

„Mér finnst að á sama tíma í fyrra þá finnst mér við vera á mun betri stað í dag heldur en í fyrra og mér finnst við mun heilsteyptari og það hjálpar okkur að langflestir af þessum leikmönnum voru í þessari stöðu í fyrra og vita þá nákvæmlega hvað þarf ekki að gera eða hvað þarf að gera til þess að þetta gerist ekki aftur" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner
banner