
Íslenska landsliðið hefur verið öflugt á samfélagsmiðlum á meðan Evrópumótinu stendur. Fyrir mótið var Arnar Laufdal ráðinn í það starf að sjá um samfélagsmiðlana í kringum liðið og hefur það tekist vel upp.
Ísland byrjaði EM ekki vel en liðið tapaði fyrsta leik gegn Finnlandi 1-0. Eftir þann leik tóku einhverjir upp á það að gagnrýna að einbeitingin væri of mikil á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum.
Ísland byrjaði EM ekki vel en liðið tapaði fyrsta leik gegn Finnlandi 1-0. Eftir þann leik tóku einhverjir upp á það að gagnrýna að einbeitingin væri of mikil á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í þetta í viðtali í gær.
„Það á ekki að spyrja mig sem miðaldra karlmann um þessa hluti," sagði Steini léttur. „Þetta er bara partur af lífinu í dag. Ég heyrði ekki annað en að fólk væri ánægt með að það væri verið að sýna hluti í kringum liðið. Svo allt í einu má ekki brosa og gera hitta og þetta. Ef við njótum okkar ekki hérna og höfum gaman að þessu, þá náum við engu út úr leikmönnum."
„Þær þurfa að vera þær sjálfar. Þá eiga þær að geta gert góða hluti. Samfélagsmiðlar eru bara partur af lífinu í dag. Mér finnst þetta bara hálf fyndin umræða."
Einnig var rætt um þetta í EMvarpinu í gær og voru menn sammála um að þetta væri heimskuleg umræða.
„Ég sé ekkert að þessu og mér finnst þetta fáránleg umræða," sagði Aron Guðmundsson, fréttamaður á Sýn.
„Þetta er svokallað 'old man's take'. Það er vont útvarp að við séum allir sammála og ég myndi elska að vera hérna að tuða yfir þessu, en ég get það ekki. Þetta skiptir engu máli," sagði Helgi Fannar Sigurðsson, fréttamaður 433.is, í þættinum sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Athugasemdir