Franski framherjinn Thierno Barry er á leið til Everton frá Villarreal en þetta fullyrðir Fabrizio Romano í kvöld.
Frakkinn átti flott fyrsta tímabil með Villarreal þar sem hann gerði 11 mörk í öllum keppnum, en áður hafði hann gert vel með bæði Basel og Beveren.
Hann hefur tekið miklum framförum síðustu ár og aðeins staldrað við í eitt tímabil hjá hverju liði, en hann er nú á leið í ensku úrvalsdeildina.
Romano segir að Everton hafi náð samkomulagi við Villarreal um að kaupa Barry á rúmar 35 milljónir evra. „Here we go!“ fylgdi síðan með og því stutt að það verði gengið frá skiptunum.
Fleiri úrvalsdeildarfélög voru í baráttunni um Barry sem hefur nú tekið ákvörðun um að ganga í raðir Everton.
Barry, sem er 22 ára gamall, kom við sögu í öllum fimm leikjum U21 árs landsliðs Frakka sem fór í undanúrslit Evrópumótsins í síðasta mánuði.
Athugasemdir