Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna: Svíar unnu grannaslaginn gegn Dönum
Kvenaboltinn
Angeldal skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning frá Asllani.
Angeldal skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning frá Asllani.
Mynd: EPA
Danmörk 0 - 1 Svíþjóð
0-1 Filippa Angeldal ('55)

Danmörk og Svíþjóð mættust í nágrannaslag í fyrstu umferð Evrópumóts kvenna í dag og var staðan markalaus eftir fyrstu 45 mínúturnar.

Sænska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa sér dauðafæri, á meðan Danir áttu sínar rispur.

Svíar tóku stjórnina í síðari hálfleik og náðu forystunni á 55. mínútu, þegar Filippa Angeldal setti boltann í netið eftir undirbúning frá Kosovare Asllani.

Svíþjóð var sterkari aðilinn í síðari hálfleik en mistókst að tvöfalda forystuna. Danir fengu hálffæri án þess að ógna marki frænka sinna verulega, svo lokatölur urðu 0-1 fyrir Svíþjóð.

Verðskuldaður sigur fyrir Svía sem eru einnig með Póllandi og Þýskalandi í riðli. Pólverjar mæta Þjóðverjum í kvöld.
Athugasemdir
banner