Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 03. júlí 2025 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vi.nl 
Kristian fer til Twente
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson er að yfirgefa Ajax og er á leið til Twente. Hollenski miðillinn VI greinir frá þessu.

Kristian spilaði risastórt hlutverk í liði Ajax tímabilið 2023-2024 þar sem hann skoraði tíu mörk og lagði upp þrjú í 45 leikjum. Hann var sendur á lán til Sparta Rotterdam á síðustu leiktíð þar sem hann lék 14 leiki og skoraði tvö mörk.

Hann er ekki inn í myndinni hjá Ajax en það var greint frá því á dögunum að Alex Kroes, tæknilegur stjórnandi hjá Ajax, hafi bannað honum ásamt nokkrum öðrum leikmönnum liðsins að mæta á æfingar.

Kristian á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Ajax en hann gengur alfarið til liðs við Twente en kaupverðið er óuppgefið.

Twente hafnaði í 6. sæti hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner