Michael Keane er búinn að skrifa undir eins árs samning við Everton eftir að hafa runnið út á samningi við félagið um nýliðin mánaðamót.
Keane verður því áfram hjá Everton undir stjórn David Moyes í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar.
Keane er 32 ára gamall og er að byrja sitt níunda tímabil hjá Everton en hann hefur spilað 230 leiki fyrir félagið.
„Ég elska Everton og er stoltur að spila fyrir þetta félag. Ég er himinlifandi með að vera hérna áfram. Mér líður eins og ég eigi ennþá mikið inni. Síðustu ár hafa verið erfið en núna eru spennandi tímar framundan. Við erum með nýjan leikvang og við vorum að spila mjög vel undir nýjum þjálfara á síðustu leiktíð," sagði Keane meðal annars við undirskriftina.
Keane er þriðji varnarmaðurinn sem skrifar undir við Everton á skömmum tíma eftir að félagið náði samkomulagi við Seamus Coleman og Jarrad Branthwaite.
Michael Keane has signed a new one-year contract until the end of June 2026. ??
— Everton (@Everton) July 4, 2025
Athugasemdir