Spænski kantmaðurinn Nico Williams virðist ekki vera á förum frá Athletic Bilbao í sumar þrátt fyrir gríðarlega sterka orðróma sem bentu annað. Hann er búinn að gera nýjan langtímasamning við félagið.
Barcelona, Arsenal og FC Bayern hafa öll reynt að kaupa kantmanninn knáa í sumar og komust Spánarmeistarar Barcelona næst því, en tókst ekki að semja við Athletic um greiðsluplan fyrir leikmanninn.
Williams hefur því ákveðið að skrifa undir risasamning við Athletic sem gerir hann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins. Samningurinn gildir í tíu ár, eða til sumarsins 2035.
Riftunarákvæðið í gamla samningi Williams hljóðaði einungis upp á 58 milljónir evra. Ákvæðið hækkar umtalsvert í nýja samningi leikmannsins og er núna talið vera í kringum 100 milljónir.
Williams er 22 ára gamall og sinnir lykilhlutverki í sóknarleik Athletic Bilbao og spænska landsliðsins.
„Það mikilvægasta fyrir mig þegar ég tek stórar ákvarðanir er að hlusta á hvað hjartað mitt segir. Ég elska að vera hérna, hér á ég heima. Aupa Athletic!"
???? Nico Williams signs eight-year contract extension at Athletic Club, until 2035.
— Athletic Club (@Athletic_en) July 4, 2025
The red and white winger will stay the next ten seasons at the club of his heart and his release clause increase more than 50% over the previous one.#NicoWilliams2035 #AthleticWIN ????
Athugasemdir