Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland kaupir miðjumann (Staðfest)
Sadiki í baráttu gegn Stephan El Shaarawy kantmanni Roma.
Sadiki í baráttu gegn Stephan El Shaarawy kantmanni Roma.
Mynd: EPA
Sunderland er búið að ganga frá kaupum á afar efnilegum leikmanni sem kemur til félagsins úr röðum Royale Union Saint-Gilloise í Belgíu.

Sá heitir Noah Sadiki og er fæddur í Belgíu en leikur fyrir landslið Austur-Kongó. Hann er aðeins 20 ára gamall og spilaði tólf leiki fyrir yngri landslið Belgíu áður en hann kaus að skipta frekar yfir til Kongó.

Sadiki hefur spilað níu A-landsleiki með Kongó. Hann er miðjumaður að upplagi en getur einnig spilað sem varnartengiliður og hægri bakvörður.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem nýliðar Sunderland kaupa í sumar, eftir Enzo Le Fée og Habib Diarra sem komu fyrir sitthvort metféð.

Talið er að Sunderland greiði um 15 milljónir punda til að kaupa Sadiki og gerir leikmaðurinn fimm ára samning við félagið.


Athugasemdir
banner