
Magnús Daði Ottesen var í hóp hjá Fylki í fyrsta sinn þegar liðið tók á móti ÍR í Lengjudeildinni í kvöld. Hann er sonur Sölva Geirs Ottesen, fyrrum landsliðsmanni Íslands og núverandi aðalþjálfara Víkings R.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 ÍR
Fylkismenn voru sterkari aðilinn og voru óheppnir að tapa leiknum en Magnús Daði sat og horfði allan tímann frá bekknum.
Magnús er aðeins 14 ára gamall en hann þykir gríðarlega efnilegur. Hann leikur sem sóknarmaður og hefur verið valinn í æfinga- og úrtakshópa U14 og U15 ára landsliða Íslands.
Magnús Daði leikur með 3. flokk Fylkis og hefur verið afar öflugur í ár, þar sem hann er kominn með 14 skráð mörk í 12 keppnisleikjum með sínum aldursflokki.

Athugasemdir