Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Jafnt í uppgjöri tveggja neðstu liðana
Orri jafnaði metin fyrir Fjölni.
Orri jafnaði metin fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 1 - 1 Fjölnir
1-0 Brynjar Ingi Bjarnason ('1 )
1-1 Orri Þórhallsson ('21 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnir sótti sitt annað stig í Pepsi Max-deildinni þegar liðið fór á Akureyri og mætti KA-mönnum.

Heimamenn í KA komust yfir á Greifavellinum eftir rétt tæpa mínútur. Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason skoraði þá. „KA skorar upp úr hornspyrnunni. 54 sekúndurnar liðnar af leiknum þegar Hallgrímur kemur með flottan bolta úr hornspyrnunni sem Brynjar skallar í netið," skrifaði Ester Ósk Árnadóttir í beinni textalýsingu.

Fjölnismenn jöfnuðu metin 20 mínútum síðar og var þar að verki Orri Þórhallsson eftir að Grafarvogsliðið hafði átt tvö skot að marki. Arnór Breki Ásþórsson átti skot sem Jajalo varði, Ingibergur Kort Sigurðsson átti skot sem fór í varnarmann en Orri setti boltann í netið svo.

Þessi leikur mun ekki fá verðlaun fyrir skemmtilegheit. „Ég vil ekki vera neikvæð en þetta er langt frá því að vera skemmtilegur fótboltaleikur. Það sem gæti bjargað honum væri eitt sigurmark í lokinn en miða við upplegg liðanna eru líkurnar hverfandi," skrifaði Ester á 82. mínútu.

Sigurmarkið kom ekki og jafntefli niðurstaðan. Sveinn Margeir Hauksson komst næst því að skora þegar hann átti skot í stöngina í uppbótartíma. Fjölnir er á botninum með tvö stig og KA í næst neðsta sæti með þrjú stig. KA-menn geta nú ekki verið sáttir með það að vera með þrjú stig og engann sigurleik eftir fimm fótboltaleiki.

Leikir sem eru núna í gangi:
19:15 FH-Fylkir (Kaplakrikavöllur)
19:15 KR-Breiðablik (Meistaravellir)
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)

Allir leikirnir eru í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner