Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 13. júlí 2021 20:52
Elvar Geir Magnússon
Orri Hrafn: Tíminn stóð í stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson var maður leiksins þegar Fylkir vann hrikalega dýrmætan 2-1 sigur gegn KA í Árbænum í kvöld. Hann skoraði glæsilegt sigurmark í leiknum.

Orri var hrikalega skemmtilegur allan leikinn og bjó til mikil vandræði fyrir varnarmenn KA.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 KA

„Ég er gríðarlega sáttur og þetta eru langþráð þrjú stig," sagði Orri eftir leikinn.

Um sigurmarkið sem hann skoraði:

„Ég er mjög ánægður því ég hef það markmið að keyra á menn og nýta hraðann, keyra á þetta og ná skoti á markið. Loksins fór hann inn."

„Við erum með gott fótboltalið og með leikmenn sem eru með hraða og mikla tækni. Það á ekki að vera vandamál fyrir þetta lið að skapa færi og skora mörk."

KA var nálægt því að jafna leikinn í blálokin en þá átti liðið stangarskot. Hvernig var að sjá þetta skot í lokin?

„Það var hrikalega vont, tíminn stóð í stað en þetta sem betur fer kláraðist þetta," sagði Orri eftir leikinn en viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner