Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 13. júlí 2023 17:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól: Gaman að þær fá frítt á leikinn
Gleði í upphitun á æfingu.
Gleði í upphitun á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laga kragann.
Laga kragann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnússdóttir ræddi við Fótbolta.net í dag en hún er hluti af landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir vináttulandsleikinn gegn Finnlandi. Sá leikur hefst klukkan 18:00 á morgun og fer fram á Laugardalsvelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Símanum og í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, spennandi verkefni og það verður gaman að fá spila loksins landsleik á Íslandi," sagði Selma. Síðasti leikur Íslands á Laugardalsvelli var gegn Hvíta-Rússlandi 2. september í fyrra. „Það er mjög spennandi og vonandi koma sem flestir. Ég vil bara sjá sem flesta og gaman að stelpurnar á Símamótinu fá frítt á leikinn. Vonandi verður góð mæting."

„Það hefur gengið nokkuð vel á æfingum, fínt að fá hópinn saman, margir á mismumandi stað og við höfum náð að púsla okkur ágætlega saman."

„Nei, það held ég nú ekki, það verður bara að bíða og sjá,"
sagði Selma aðspurð hvort að fólk ætti að eiga von á einhverju óvæntu í leik Íslands á morgun.

„Það verður bara að koma í ljós (hvort ég byrji). Auðvitað vill maður alltaf spila og gera sitt besta, svo bara verður maður að sjá hvað kemur."

„Þetta er meira generalprufa fyrir komandi verkefni (Þjóðadeildina). Auðvitað vill maður vinna, maður fer ekki í neinn leik til að tapa. Það er klárlega markmiðið að fara í leikina og gera vel,"
sagði Selma.

Hún er leikmaður Rosenborg í Noregi og var spurð út í lífið í Noregi.

„Mér líður mjög vel í Noregi og það hefur gengið vel hingað til. Já, tungumálið er löngu komið," sagði Selma og brosti. „Ég er nokkuð sátt, en svo er þetta fótbolti. Maður veit aldrei, mér líður allavega vel núna."

Íslendingum finnst allt mjög dýrt í Noregi, upplifir Selma það líka? „Já, það er vissulega dýrt í Noregi."

Hún var nánar spurð út í tímann hjá Rosenborg í viðtalinu sem má nálgast í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner