Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 17:17
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Haukar og KFA unnu á útivelli
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í 2. deild karla þar sem Haukar og KFA unnu góða sigra á útivelli.

Haukar heimsóttu Hött/Hugin á Egilsstaði og voru við stjórn eftir að Daði Snær Ingason og Magnús Ingi Halldórsson skoruðu sitthvort markið í fyrri hálfleik.

Sæbjörn Guðlaugsson minnkaði muninn fyrir heimamenn í byrjun uppbótartímans en það var Birkir Brynjarson sem innsiglaði sigur gestanna frá Hafnarfirði með marki á 97. mínútu.

Lokatölur urðu því 1-3 fyrir Hauka sem klifra upp um fjögur sæti með þessum sigri. Haukar sitja núna í fimmta sæti, með 17 stig eftir 12 umferðir. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Hött/Hugin og heilum átta stigum frá toppbaráttunni.

KFA situr í öðru sæti deildarinnar, átta stigum fyrir ofan Hauka, eftir sigur í toppbaráttuslag í Vogum. KFA vann þar á útivelli eftir að hafa komist í þriggja marka forystu.

Tómas Atli Björgvinsson og Eiður Orri Ragnarsson skoruðu mörk KFA í fyrri hálfleik áður en Marteinn Már Sverrisson skoraði eftir leikhlé, en Þróttarar voru ekki búnir að gefast upp.

Haukur Darri Pálsson og Eiður Baldvin Baldvinsson svöruðu fyrir Vogamenn á lokakaflanum en það dugði ekki til og urðu lokatölur 2-3 fyrir KFA.

KFA er í öðru sæti, fjórum stigi á eftir toppliði Selfoss og sex stigum fyrir ofan Þróttara sem sitja eftir í fjórða sæti.

Höttur/Huginn 1 - 3 Haukar
0-1 Daði Snær Ingason ('28 )
0-2 Magnús Ingi Halldórsson ('33 )
1-2 Sæbjörn Guðlaugsson ('90 )
1-3 Birkir Brynjarsson ('91 )

Þróttur V. 2 - 3 KFA
0-1 Tómas Atli Björgvinsson ('22)
0-2 Eiður Orri Ragnarsson ('45 )
0-3 Marteinn Már Sverrisson ('52 )
1-3 Haukur Darri Pálsson ('73 )
2-3 Eiður Baldvin Baldvinsson ('84 )
Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson, Þróttur V. ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner