Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 13. ágúst 2020 19:45
Magnús Már Einarsson
Stoke gæti selt Butland - Verðmiðinn lækkar mikið
Jack Butland, markvörður Stoke, gæti verið á förum frá félaginu í sumar eftir að verðmiðinn á honum var lækkaður.

Butland var í landsliðshópi Englendinga á HM 2018 og á þeim tíma var hann orðaður við brottför frá Stoke.

Stoke vildi fá 30 milljónir punda fyrir hann þá en félagið er nú tilbúið að selja hann á 8-10 milljónir punda.

Stoke hefur fengið fyrirspurnir um hinn 27 ára gamla Butland en ekkert formlegt tilboð hefur borist.

Butland á einungis ár eftir af samningi sínum og vill ekki framlengja hann. Því þykir líklegt að Stoke selji hann í sumar.
Athugasemdir
banner