Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. ágúst 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja að Sarina Wiegman taki við af Neville
Sarina Wiegman.
Sarina Wiegman.
Mynd: Getty Images
BBC segir núna að Sarina Wiegman sé efst á blaði hjá enska knattspyrnusambandinu að taka við kvennalandsliðinu af Phil Neville.

Wiegman hefur hingað til verið lítið sem ekkert í umræðunni varðandi starfið. Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjana, hefur verið mest orðuð við starfið.

Wiegman er núverandi landsliðsþjálfari Hollands. Hún gerði liðið að Evrópumeisturum 2017 og kom því svo í úrslitaleik HM 2019. Hún lék 104 landsleiki fyrir Holland á leikmannaferli sínum, en hún lék sem miðjumaður.

Wiegman, sem er fimmtug, er með samning við hollenska knattspyrnusambandið til 2021 en Neville mun ekki hætta með enska liðið fyrr en á næsta ári.

Eitt af því sem rætt hefur verið um í viðræðunum er hvort að Wiegman muni taka við fyrir Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar og stýra Bretlandi á því móti, eða hvort hún vilji stýra Hollandi þar. Neville gæti einnig stýrt breska liðinu í Tókýó.
Athugasemdir
banner
banner
banner