Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
banner
   sun 06. ágúst 2023 17:03
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég vil ekki segja að þetta hafi verið sanngjarnt en ef þú færð á þig fjögur mörk og varnarleikurinn er eins og hann er þá er erfitt að biðja menn um að skora fimm mörk til að vinna leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-4 tap gegn KR heima í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 KR

„Mér fannst sóknarleikurinn góður, við áttum auðvelt með að spila í gegnum þá komumst í gegnum þá og sköpuðum fullt af færum en nýtttum þau auðvitað ekki nógu vel. Það er ekki það sem fer með okkur, það er bara varnarleikur, einstaklings varnarleikur og út um allan völl. Ekki bara í öftustu varnarlínu heldur líka þegar við töpum boltanum og erum lengi að setja pressu á boltamennina. Þeir nýta sér það, eru með fljóta menn fram á við í Luke og Atla Sigurjóns í góðum gír. Varnarleikurinn verður okkur að falli."

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum að ofan en hann talar þar um álagið á liðinu þessar vikurnar. Hann býst ekki við að Alexander Helgi Sigurðarson sé mikið meiddur og hann tók Gísla Eyjólfsson af velli til að stýra álaginu.

„Svo er annarra að velta fyrir sér hvort Knattspyrnusambandið eða íslenskur Toppfótbolti séu að gera nógu mikið til að létta liðunum sem eru undir miklu leikjaálagi lífið, það er annarra en ekki mín," sagði Óskar sem virtist með þessu gagnrýna KSÍ og ÍTF en vilja eftirláta öðrum að sjá um gagnrýnina samt sem áður.

Kristófer Ingi Kristinsson kom til Breiðabliks um helgina en eru fleiri á leiðinni?

„Það verður bara að koma í ljós. Menn eru alltaf að skoða og spá og spekulera og reyna að finna út hvernig þeir ætla að styrkja liðið. Bæði til skamms tíma í álaginu núna og til lengri tíma. Það er ekkert í hendi," sagði hann og bætti við að hann vilji styrkja liðið fram á við.

„En það er best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið," sagði hann svo.

Óskar Hrafn vildi ekki útiloka titilvonir hjá Breiðabliki en sagði að það væri þó ekkert til að hugsa um sem stendur meðan munurinn sé svona mikill. Hann ræðir einnig komandi verkefni í Evrópukeppinni í Bosníu.


Athugasemdir
banner
banner
banner