Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 06. ágúst 2023 17:03
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég vil ekki segja að þetta hafi verið sanngjarnt en ef þú færð á þig fjögur mörk og varnarleikurinn er eins og hann er þá er erfitt að biðja menn um að skora fimm mörk til að vinna leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-4 tap gegn KR heima í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 KR

„Mér fannst sóknarleikurinn góður, við áttum auðvelt með að spila í gegnum þá komumst í gegnum þá og sköpuðum fullt af færum en nýtttum þau auðvitað ekki nógu vel. Það er ekki það sem fer með okkur, það er bara varnarleikur, einstaklings varnarleikur og út um allan völl. Ekki bara í öftustu varnarlínu heldur líka þegar við töpum boltanum og erum lengi að setja pressu á boltamennina. Þeir nýta sér það, eru með fljóta menn fram á við í Luke og Atla Sigurjóns í góðum gír. Varnarleikurinn verður okkur að falli."

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum að ofan en hann talar þar um álagið á liðinu þessar vikurnar. Hann býst ekki við að Alexander Helgi Sigurðarson sé mikið meiddur og hann tók Gísla Eyjólfsson af velli til að stýra álaginu.

„Svo er annarra að velta fyrir sér hvort Knattspyrnusambandið eða íslenskur Toppfótbolti séu að gera nógu mikið til að létta liðunum sem eru undir miklu leikjaálagi lífið, það er annarra en ekki mín," sagði Óskar sem virtist með þessu gagnrýna KSÍ og ÍTF en vilja eftirláta öðrum að sjá um gagnrýnina samt sem áður.

Kristófer Ingi Kristinsson kom til Breiðabliks um helgina en eru fleiri á leiðinni?

„Það verður bara að koma í ljós. Menn eru alltaf að skoða og spá og spekulera og reyna að finna út hvernig þeir ætla að styrkja liðið. Bæði til skamms tíma í álaginu núna og til lengri tíma. Það er ekkert í hendi," sagði hann og bætti við að hann vilji styrkja liðið fram á við.

„En það er best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið," sagði hann svo.

Óskar Hrafn vildi ekki útiloka titilvonir hjá Breiðabliki en sagði að það væri þó ekkert til að hugsa um sem stendur meðan munurinn sé svona mikill. Hann ræðir einnig komandi verkefni í Evrópukeppinni í Bosníu.


Athugasemdir
banner