Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
   sun 06. ágúst 2023 17:03
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég vil ekki segja að þetta hafi verið sanngjarnt en ef þú færð á þig fjögur mörk og varnarleikurinn er eins og hann er þá er erfitt að biðja menn um að skora fimm mörk til að vinna leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-4 tap gegn KR heima í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 KR

„Mér fannst sóknarleikurinn góður, við áttum auðvelt með að spila í gegnum þá komumst í gegnum þá og sköpuðum fullt af færum en nýtttum þau auðvitað ekki nógu vel. Það er ekki það sem fer með okkur, það er bara varnarleikur, einstaklings varnarleikur og út um allan völl. Ekki bara í öftustu varnarlínu heldur líka þegar við töpum boltanum og erum lengi að setja pressu á boltamennina. Þeir nýta sér það, eru með fljóta menn fram á við í Luke og Atla Sigurjóns í góðum gír. Varnarleikurinn verður okkur að falli."

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum að ofan en hann talar þar um álagið á liðinu þessar vikurnar. Hann býst ekki við að Alexander Helgi Sigurðarson sé mikið meiddur og hann tók Gísla Eyjólfsson af velli til að stýra álaginu.

„Svo er annarra að velta fyrir sér hvort Knattspyrnusambandið eða íslenskur Toppfótbolti séu að gera nógu mikið til að létta liðunum sem eru undir miklu leikjaálagi lífið, það er annarra en ekki mín," sagði Óskar sem virtist með þessu gagnrýna KSÍ og ÍTF en vilja eftirláta öðrum að sjá um gagnrýnina samt sem áður.

Kristófer Ingi Kristinsson kom til Breiðabliks um helgina en eru fleiri á leiðinni?

„Það verður bara að koma í ljós. Menn eru alltaf að skoða og spá og spekulera og reyna að finna út hvernig þeir ætla að styrkja liðið. Bæði til skamms tíma í álaginu núna og til lengri tíma. Það er ekkert í hendi," sagði hann og bætti við að hann vilji styrkja liðið fram á við.

„En það er best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið," sagði hann svo.

Óskar Hrafn vildi ekki útiloka titilvonir hjá Breiðabliki en sagði að það væri þó ekkert til að hugsa um sem stendur meðan munurinn sé svona mikill. Hann ræðir einnig komandi verkefni í Evrópukeppinni í Bosníu.


Athugasemdir
banner
banner
banner