Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 06. ágúst 2023 17:03
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég vil ekki segja að þetta hafi verið sanngjarnt en ef þú færð á þig fjögur mörk og varnarleikurinn er eins og hann er þá er erfitt að biðja menn um að skora fimm mörk til að vinna leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-4 tap gegn KR heima í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  4 KR

„Mér fannst sóknarleikurinn góður, við áttum auðvelt með að spila í gegnum þá komumst í gegnum þá og sköpuðum fullt af færum en nýtttum þau auðvitað ekki nógu vel. Það er ekki það sem fer með okkur, það er bara varnarleikur, einstaklings varnarleikur og út um allan völl. Ekki bara í öftustu varnarlínu heldur líka þegar við töpum boltanum og erum lengi að setja pressu á boltamennina. Þeir nýta sér það, eru með fljóta menn fram á við í Luke og Atla Sigurjóns í góðum gír. Varnarleikurinn verður okkur að falli."

Nánar er rætt við Óskar í spilaranum að ofan en hann talar þar um álagið á liðinu þessar vikurnar. Hann býst ekki við að Alexander Helgi Sigurðarson sé mikið meiddur og hann tók Gísla Eyjólfsson af velli til að stýra álaginu.

„Svo er annarra að velta fyrir sér hvort Knattspyrnusambandið eða íslenskur Toppfótbolti séu að gera nógu mikið til að létta liðunum sem eru undir miklu leikjaálagi lífið, það er annarra en ekki mín," sagði Óskar sem virtist með þessu gagnrýna KSÍ og ÍTF en vilja eftirláta öðrum að sjá um gagnrýnina samt sem áður.

Kristófer Ingi Kristinsson kom til Breiðabliks um helgina en eru fleiri á leiðinni?

„Það verður bara að koma í ljós. Menn eru alltaf að skoða og spá og spekulera og reyna að finna út hvernig þeir ætla að styrkja liðið. Bæði til skamms tíma í álaginu núna og til lengri tíma. Það er ekkert í hendi," sagði hann og bætti við að hann vilji styrkja liðið fram á við.

„En það er best að tala við aðra um það hjá Breiðabliki, ég er bara að þjálfa þetta lið," sagði hann svo.

Óskar Hrafn vildi ekki útiloka titilvonir hjá Breiðabliki en sagði að það væri þó ekkert til að hugsa um sem stendur meðan munurinn sé svona mikill. Hann ræðir einnig komandi verkefni í Evrópukeppinni í Bosníu.


Athugasemdir
banner
banner