Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var nokkuð ánægður eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn KR uppi á Akranesi í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 0 KR
„Ég er sérstaklega ánægður með að halda markinu hreinu. Ég var að vonast til að við myndum taka eitt mark í lokin og stela þessu. Sóknarleikurinn var kannski ekki eins bitmikill og við höfum oft sýnt í sumar en við þurftum á því að halda að spila góðan varnarleik," sagði Gunnlaugur eftir leikinn.
Gunnlaugur er á því að Rasmus Christiansen hefði átt að fá sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik.
„Hann var heppinn. Hann var kominn með gult og þetta var næsta brot, og hann var stálheppinn að haldast inni á vellinum. Ég er á því að við hefðum átt að vera einum fleiri," bætti Gunnlaugur við.
Athugasemdir