sun 13. september 2020 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Kórdrengir aftur á toppinn - Þægilegt hjá Haukum
Úr leik Hauka og Kórdrengja fyrr í sumar.
Úr leik Hauka og Kórdrengja fyrr í sumar.
Mynd: Hulda Margrét
Síðustu tveir leikir dagsins í 2. deild karla voru að klárast fyrir stuttu síðan.

Haukar unnu þægilegan sigur gegn Dalvík/Reyni á heimavelli. Kristófer Dan Þórðarson kom Haukum á bragðið og varnarmaðurinn Sigurjón Már Markússon gerði annað mark heimamanna undir lok fyrri hálfleiks.

Undir lok leiksins kom þriðja markið úr vítaspyrnu, en það gerði Tómas Leó Ásgeirsson sem hefur átt gott sumar í Haukabúningnum.

Kórdrengir komu sér aftur á topp deildarinnar með 1-0 sigri á Fjarðabyggð á heimavelli. Kórdrengir og Selfoss eru með 37 stig, Njarðvík með 33, Þróttur Vogum með 31 og Haukar með 30.

Fjarðabyggð er í sjöunda sæti með 21 stig, Kári er með 19, ÍR og Víðir með 13 og Dalvík/Reynir og Völsungur í fallsæti. Dalvík/Reynir er með tíu stig og Völsungur með átta stig.

Það eru 16 umferðir búnar í 2. deildinni og því sex umferðir eftir.

Haukar 3 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Kristófer Dan Þórðarson ('17)
2-0 Sigurjón Már Markússon ('45)
3-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('85, víti)

Kórdrengir 1 - 0 Fjarðabyggð
1-0 Þórir Rafn Þórisson ('48)

Önnur úrslit:
2. deild: Áttundi sigur Selfoss í röð - Njarðvík heldur pressu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner