Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 13. september 2020 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Carrasco keyptur aftur til Atletico (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Belgíski kantmaðurinn Yannick Carrasco er genginn aftur til liðs við Atletico Madrid eftir að hafa spilað seinni hluta síðasta tímabils að láni hjá félaginu.

Fyrir tveimur og hálfu ári var Carrasco, sem á 42 landsleiki fyrir Belgíu, seldur til Dalian Professional. Hann reyndist algjör lykilmaður og skoraði 24 mörk í 52 leikjum á tveimur árum í kínverska boltanum.

Carrasco gerði fína hluti að láni hjá Atletico í sumar og ákvað félagið að kaupa hann til baka frá Kína fyrir um 15 milljónir evra. Dalian greiddi rúmar 10 milljónir fyrir Carrasco í febrúar 2018.

Carrasco er 27 ára gamall. Hann er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað hægra megin. Hann er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner