sun 13. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila fyrir Barcelona
Mynd: Getty Images
Konrad de la Fuente varð í gær fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila fótboltaleik fyrir aðallið Barcelona.

De la Fuente er 19 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona síðustu sjö ár. Hann á tíu leiki að baki fyrir U20 og U18 landslið Bandaríkjanna.

Í gær spilaði hann í 3-1 sigri í æfingaleik gegn Gimnastic og kom knettinum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu, sem var annað hvort afar tæp eða einfaldlega rangur dómur.

De la Fuente er kantmaður og kom inn í hálfleik þegar Börsungar voru 2-1 yfir. Kantmaðurinn ungi er aðeins metinn á 2,5 milljónir evra samkvæmt vefsíðu transfermarkt.

Lionel Messi spilaði einnig í leiknum.

Konrad de la Fuente (Fc Barcelona) disallowed goal vs Nastic - (Great pass Trincão) from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner