Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. september 2020 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Höness: Við buðum Thiago fjögurra ára samning
Bayern kostaði minna en Neymar
Mynd: Getty Images
Uli Höness hefur verið duglegur við að tjá sig í fjölmiðlum í dag og ræddi hann meðal annars um framtíð Thiago Alcantara, sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá FC Bayern.

Liverpool, Manchester United og Chelsea eru meðal áhugasamra félaga en Bayern er sagt vilja 30 milljónir evra fyrir miðjumanninn.

„Við buðum honum frábæran fjögurra ára samning en hann skipti um skoðun á síðustu stundu og sagðist vilja nýja áskorun. Hann er líklega búinn að ná samkomulagi við Liverpool eða Man utd, eða bæði," sagði Höness, sem var svo spurður út í peninga í knattspyrnuheiminum.

„Í úrslitaleiknum stillti Bayern upp liði skipuðu leikmönnum sem kostuðu um 200 milljónir evra samanlagt. Neymar kostaði 220 milljónir fyrir PSG. Hver vann leikinn?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner