Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. september 2020 23:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mælir með fyrrum markvörðum sínum - Rúnar kostar minna en Raya
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er sagður á leið til Arsenal.

Elliot Richardson sem heldur úti vefsíðunni „Dugout" sagði frá þessu í dag og í kjölfarið hafa aðrir fjölmiðlar tekið undir þetta.

Mike McGrath á Telegraph þykir áreiðanlegur og hann tekur undir þetta.

Arsenal er að selja varamarkvörð sinn Emiliano Martinez til Aston Villa á 20 milljónir punda og ætlar að fá markvörð í staðinn. David Raya, markvöður Brentford, var á óskalistanum en hann kostar 10 milljónir evra. Talið er að Rúnar Alex, sem er á mála hjá Dijon í Frakklandi, kosti 1,5 milljónir evra.

Hinn 25 ára gamli Rúnar er uppalinn hjá KR en hann gekk í raðir Nordsjælland í Danmörku árið 2014. Hjá Nordsjælland var markmannsþjálfari hans Inaki Cana en Mikel Arteta fékk hann á síðasta tímabili inn í þjálfarateymi sitt hjá Arsenal.

Cana þekkir vel til Rúnars og líklegt er að hann hafi bent Arsenal á hann. Cana þekkir líka Raya vel eftir að hafa unnið með honum hjá Brentford.

Sjá einnig:
Rúnar Alex á góða möguleika á að verða varamarkvörður Arsenal
Athugasemdir
banner
banner