Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 13. september 2020 14:54
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex á góða möguleika á að verða varamarkvörður Arsenal
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Sterkur orðrómur er um að Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon og íslenska landsliðsins sé á leið til Arsenal.

Arsenal er að selja varamarkvörð sinn Emiliano Martinez til Aston Villa á 20 milljónir punda og félagið ætlar að kaupa Rúnar til að fylla skarð hans.

Sjá einnig:
Rúnar Alex sagður á leið til Arsenal

Þýski markvörðurinn Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal eins og á síðasta tímabili.

Rúnar Alex á hins vegar góðan möguleika á að vera markvörður númer tvö ef hann gengur til liðs við Arsenal eins og allt bendir til.

Hinn 26 ára gamli Matt Macey var varamarkvörður Arsenal í sigrinum á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Macey er 26 ára gamall en hann kom til Arsenal frá Bristol Rovers þegar hann var 19 ára gamall.

Macey, sem er yfir tveir metrar á hæð, á ekki mikla reynslu úr aðalliðsfótbolta en hann hefur mest spilað með varaliði Arsenal undanfarin ár.

Tímabilið 2018/2019 lék hann með Plymouth á láni í ensku C-deildinni en hann lék þar áður nokkra leiki með Luton í D-deildinni.

Hinn 25 ára gamli Rúnar Alex missti sæti sitt sem aðalmarkvörður Dijon á síðasta tímabili en hann á samtals 36 leiki að baki í frönsku úrvalsdeildinni. Þar áður spilaði hann 60 leiki í dönsku úrvalsdeildinni með Nordsjælland.
Athugasemdir
banner
banner
banner